þessir bangsar eru nógu creepy fyrir en með þessar kirkjuklukkur undir er þetta orðið eitthvað handmaid’s tale dæmi pic.twitter.com/etEKjlidIU
— slemmi (@selmalaraa) September 19, 2021
þetta babymoon er að ganga frá mér. enn einn frábær dagur fyrir óvini mína. pic.twitter.com/0ozHuKujuc
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) September 19, 2021
Ég með áhyggjutón að strjúka ennið á dóttur minni (3ára): “úff ástin mín, þú ert svo heit”
Hún: “Takk mamma. Þú ert líka heit”— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) September 19, 2021
Jarðaber þegar þú kaupir þau í búðinni vs þegar þú ætlar að fá þér þegar þú kemur heim pic.twitter.com/n3ePgNYKQq
— Jafet Sigfinnsson (@jafetsigfinns) September 19, 2021
lesið aður en þið kjósið sjálfstæðisflokkinn! Frændi minn í Trínidad ætlar ekki að kjósa þvi vinur hans kaus þann flokk og eistun hans urðu sjúklega bólgin. Hann átti að giftast eftir nokkrar vikur en stelpan þurfti að hætti við brúðkaupið útaf þvi.
— ísfold ylfa?? (@isfoldkjerulf) September 19, 2021
Dóttir mín er aldrei blíðari og betri við mig en þegar ég gef henni popp eða ís. Það var svo í kvöld þegar hún strauk mér um vangann og sagði að ég væri „yndislega ljúf” meðan poppið poppaðist á hellunni sem ég fattaði að hún væri búin að skilyrða mig.
— Tanja Rún Kristmanns (@tanjarunk3) September 18, 2021
Loksins, loksins get ég kosið rafrænt! Eina sem ég þarf að gera er að smitast af Covid, skrá mig í einangrun og mæta síðan á rafbíl á kjörstað og sýna ógilda atkvæðið mitt með dónavísunni í símanum mínum! Nútímatæknin er svo dásamleg.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 18, 2021
Fyrrdag: 3 ára sonur með ælupest
Gær: konan mín með ælupest
Í dag: 15 mánaða gamli sonur minn með ælupestÁ morgun:
— Máni (@gunnarmani) September 18, 2021
Ég er ekki bara formaður húsfélagsins heldur líka gaurinn sem á ofnalykil til að lána hinum íbúunum í stigaganginum þegar þrýstingur fellur á ofnunum. pic.twitter.com/0sB4YSq8B7
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) September 18, 2021
Segðu að þú búir út á landi án þess að segja að þú búir út á landi : pic.twitter.com/uSSPhPMtIe
— Recycle Binni (@BinniRognvalds) September 18, 2021
Ég veit ekki með ykkur, en ég hefði beðið um nýtt bílnúmer. pic.twitter.com/vwgkyMMwJ0
— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) September 18, 2021
Þetta hlýtur að vera einstaklega illa þrifinn böllur ? pic.twitter.com/hGHqPDdbK7
— ????? ?????? (@egillhardar) September 18, 2021
Um daginn spreyjaði ég óvart hreinsiefni í hárið á dóttur minni þegar ég ætlaði að spreyja í það vatni og í dag setti ég mysingsdollu í skólatöskuna hennar í stað jógúrts. Þetta er bara brot af því sem hún þarf að þola, svo já einhver að hringja í barnavernd takk ?
— Eva Ben (@evaben91) September 17, 2021
Við höfum öll mismikið að gera pic.twitter.com/JYQkhZUFRT
— Björn (@bjornkari1) September 17, 2021
5 ára dóttir mín er að raða nammi á afmælisköku. Hún raðaði mjög þétt fyrir gestina.
Svo sagði ég henni að það sem færi ekki á kökuna myndu systurnar fá í kvöld.Henni fannst strax vera komið nóg og hætti að bæta á.
Þetta gæti verið skrifað um pólitík…
— Birna Rún (@birnaruns) September 17, 2021
Fjögurra ára dóttir mín spurði áðan hvenær við ætluðum að kaupa hús í útlöndum þegar ég sótti hana á leikskólann. Fyrir samhengið þá bý ég í Garðabæ.
— Jóhannes Þorleiksson (@johth) September 17, 2021
UUU HVAR SÆKI ÉG UM AÐ VINNA Á ÞESSARI GRÆJU! pic.twitter.com/q2DzOpXpab
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) September 17, 2021
Netbankaappið mitt var að bjóða mér að virkja tilkynningar þegar nýir reikningar berast. Ég afþakkaði enda vil ég lifa í fullkominni afneitun um tilvist fjármála minna ca 29 daga mánaðarins.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) September 17, 2021