Sá manneskju úti að skokka áðan, hægja á sér, gefast upp og taka hopp hjól til baka. Hef sjaldan tengt jafn mikið á ævinni.
— Sindri Þór (@sindri8me) August 14, 2021
Til allra leigubílstjóra á forritinu: hefur einhvern tíman einhver manneskja nokkurn tíman stigið upp í bíl hjá þér án þess að spurja hvort það sé búið að vera mikið að gera í kvöld?
— Eva Pandora (@evapanpandora) August 14, 2021
Tók þetta smjör af samlokunni sem var búið að smyrja fyrir okkur. Sá sem smurði þessa samloku þarf að byrja að hugleiða og skrifa í dagbók? pic.twitter.com/FXUzL65742
— Valgeir Lunddal (@valgeirlunddal) August 14, 2021
mesta klemman er að þurfa að fara út í búð að kaupa grímur en mega ekki fara inn í búðina af því maður er ekki með grímu af því maður á ekki grímu halló
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) August 14, 2021
Ég tríta verðmiða úr Góða Hirðinum eins og Ittala límmiðana. Tek þá ekki af því ég vil að allir sem koma í heimsókn sjái og viti hvað ég gerði þrusukaup. pic.twitter.com/DFy8CFDz8F
— Sófús Árni (@sofusarni) August 14, 2021
Ég í mars 2021: Æ það verður geggjað að búa í stórri blokk og þurfa ekki að bera ábyrgð á öllu viðhaldi.
Ég í ágúst 2021: Jæja sem ritari húsfélagsins er nú flott að ég er komin með risa excelskjal með óskum allra íbúanna um viðhald. Þá er að fá tilboð í verkið og…
Hjálp.
— DOKTOR Auður Magndís (@amagndis) August 14, 2021
Áríðandi skilaboð: pic.twitter.com/ZOgFHjQzUh
— Króli? (@Kiddioli) August 14, 2021
Langar að hitta þessa manneskju í partýi pic.twitter.com/K9dqC4aH2q
— iab299 (@iab299) August 14, 2021
Þegar maður kaupir sér flippaða H&M peysu í útlöndum og mætir svo í menntaskólann þegar skólinn byrjar. pic.twitter.com/cK4vtYSixY
— Óli (@8lafur) August 14, 2021
norðurmýrin er algjört vibe pic.twitter.com/5bVDWpUbbS
— slemmi (@selmalaraa) August 14, 2021
Vestfirðingar elska að tala um hvað Vestfirðir eru besti staður á jörðinni en hafa búið í Reykjavík í 40 ár
— Helgi á main (@HelgiJohnson) August 14, 2021
Einu sinni teiknaði ég vinnufélaga minn á litlum, gulum hesti á hverjum degi í heilan mánuð pic.twitter.com/rJmhnS2Ded
— Kristján Eldjárn (@kreldjarn) August 14, 2021
Hvernig er að vera kona spyrjið þið?……ég pissaði í mig í Rush & fæ lægri laun. Annars mæli ég með.
— ernuland (@ernuland) August 14, 2021
Fyrir 100 árum var verslunarferð í Mývatnsveit 3 daga ferð á hesti. Dagur 1: ferðast til Húsavíkur með allt sem átti að selja. Dagur 2: selja og kaupa (og drekka). Dagur 3: heimferð (þunnur). Ég hugsa stundum um þetta eftir 2 klst í Kringlunni þegar konan leitar að skóm….
— Sigurbjörn Árni Arngrímsson (@sarngrim1) August 14, 2021
Ég á ekki straujárn. En þá er nú gott að vera gift fyrrverandi Selfosshnakka sem á ennþá sléttujárnið sitt til að hægt sé að falda gardínurnar almennilega. pic.twitter.com/X9sN6nKVJX
— Guðrún Svavarsdóttir (@GuddaSva) August 14, 2021
Veit ekki alveg hvað Kaninn er búinn að snúa kristinni trú upp í en ég er nokkuð viss um að þetta var ekki það sem var lagt upp með. pic.twitter.com/FTkdzcfIta
— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) August 14, 2021
elska að nafn búðarinnar “amma mús handavinnuhús” má þýða yfir á ensku sem “granny mouse handjob house”
— Dögg (@dogggmagn) August 14, 2021
Fullt fólk að syngja Shallow hljómar ekki eins vel og það heldur
— Tinna Sigurðardóttir (@Tinntinnabuli) August 14, 2021
HJÁLP ég er að fara eftir viku á fyrsta ekta fótboltamótið sem real life soccer mom ex teen mom single mom og ÞAÐ ER Í GARÐABÆ???? Hvernig finn ég uppskrift af DIY range rover
— Kara Kristel (@karafknkristel) August 13, 2021
Svona verða skýin til pic.twitter.com/CBurCRdflO
— Strúna ?? (@crazy_bird_lady) August 13, 2021
Skrítið að foreldrar mínir hafi skilið.. pic.twitter.com/cD2iQy0Um2
— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) August 13, 2021
Ég: niður með auðvaldið!☭ Eat the rich!☭ Það ætti að vera bannað að vera milljarðamæringur! ☭
Líka ég (hræsnari og undir hæl kapítalismans): ommmg þetta hundabæli er í stíl við djúpgræna velúr rúmið mitt og hreinræktaði smáhundurinn minn væri svooo sætur í því ? pic.twitter.com/7ogKgfNNAM
— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) August 13, 2021
Sátum inn á veitingastað þegar dóttir mín sagðist öfunda öll börnin þar, þau fengju það sem hún fengi aldrei – að borða. Svo sagði hún að það ætti að handtaka mig. Hvernig kemst maður frá því að vera handtekin þegar maður á barn með geggjaðan húmor?
— Lísa Rún (@Lisaruun) August 13, 2021
Þessi fyrirsögn verður alltaf sú besta: pic.twitter.com/YQhjGGU8dB
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) August 13, 2021
Ég: Þetta er ábyggilega eini þjóðfáninn í heiminum með mynd af rollu.
8 ára barnið: Já, kannski, það er reyndar mynd af geit á króatía fánanum.
Ég (margsinnis séð þann fána, aldrei séð geit á honum): Ertu viss um það?
Ég fletti fánanum upp
8 ára barnið (sigrihrósandi): Hérna… pic.twitter.com/QHXqjDUy0a— Þorsteinn Mar (@Tmar78) August 13, 2021