Ég sagði syni mínum að það væri ekki í boði að vera dónalegur þegar hann kvartaði yfir því að hann fengi ekki skyndibita í dag. Hans svar „Ég er bara vonsvikinn, þetta er ekki mér að kenna, ekki mér að kenna að þú ert mamma mín“. Hver elskar ekki smá dramatík á sunnudagsmorgni.
— Dr. Margrét (@MargretVaff) November 7, 2021
Kom inn í strætó úr frostinu og setjast í mjög hlýtt sæti og hugsa:“aaahhh“ og svo strax:“plís samt ekki vera hlýtt af pissi“
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) November 7, 2021
Ég átti svo mikið af fimleikavinkonum þegar ég var lítil að ég þurfti að vera sífellt á varðbergi því þær gerðu spontant handahlaup hvar og hvenær sem er. Fékk blóðnasir amk tvisvar.
— Fríða ?? (@Fravikid) November 7, 2021
„MIG LANGAR ROSALEGA TIL AÐ TALA VIÐ ÞIG EN ÉG BARA ÞORI ÞVÍ EKKI,“ gargaði ókunnur maður á mig og gekk svo burt. Fimm stjörnu framkoma. Karlmaður ársins. I think I love him?
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 7, 2021
Solid glerhús hjá Jóhanni Símonar. pic.twitter.com/CeCYW9HWDX
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) November 6, 2021
Dóttir mín býður mér hluta af namminu hennar.
Ég: Takk fyrir, en ég er alveg södd.
Hún: *Virðir mig fyrir sér frá toppi til táar* Ég sé það.
Ég: … ?— Unnur Margrét (@unnurmargret) November 6, 2021
Vekjaraklukku? pic.twitter.com/R7h3JXpHsb
— Brynjar Bragi (@BrynjarBragi) November 6, 2021
Dóttirin hefur tekið uppá því að hlusta á Nirvana. Sem mér líst nú bara vel á. En þá heyrist í frúnni “þetta er fólk sem er frávita af fíkniefnaneyslu. Er ekki betra að hlusta á eitthvað jákvætt. Annað en svartnættishugsanir”
Bara… ok BOOMER!!!— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) November 6, 2021
Frábært að fá grímuskylduna. Einfaldara að segja „nei heyrðu ég er bara búinn að kaupa“ við björgunarsveitarfólkið og það sér síður í gegnum lygina.
— Árni Torfason (@arnitorfa) November 6, 2021
– Sushi Social, góðan dag.
– Já, ég var að hugsa um að panta hjá þér. Hvað er löng bið?
– Bara 1000 klukkutímar. Hvað má bjóða þér? pic.twitter.com/HukrqfjFke— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) November 6, 2021
Maður er bara ekkert búinn að heyra neitt nýtt af Jóhönnu Guðrún í dag
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 6, 2021
Maður var bara búinn að steingleyma þessum þríleik? pic.twitter.com/obl9JOpHxV
— Bulky (@Johannesoli1) November 6, 2021
Sagði dóttur minni frá því að um jólin myndum við setja grenitré inn í stofu og skreyta það.
K (2): Og ætlum við svo að borða það?— Iðunn Garðarsdóttir (@Idunn_G) November 5, 2021
Sendi þetta á rangan mann í dag, nú allavega veit afgreiðslumaðurinn í gymminu mínu þetta. pic.twitter.com/BM4zQ62ifo
— Gústi (@gustichef) November 5, 2021
Það er ekkert ósvipað að ferðast með 2 ungabörn til Tene og fara með vinum sínum til AC. Það dettur inn bugun á 4 degi..
— Auðunn Blöndal (@Auddib) November 5, 2021
Hef aldrei verið gröð eftir dickpick. Sendið mér mynd af launaseðlinum ykkar frekar, það gæti virkað.
— Litli álfur (@Krissa_95) November 5, 2021