Börnin mín voru í pössun í kvöld og vildu ekki horfa á sjónvarpið heldur bara kubba ?
Smá eins og að fá 10 í prófi sem ég lærði alls ekki fyrir.
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) October 3, 2021
Þú veist að þú ert miðaldra þegar skrefamælirinn hrósar þér fyrir að ná markmiði dagsins þegar þú ert að dansa af þér rassinn með þrjá drykki í maganum kl 19 á laugardagskvöldi.
— Sólveig (@solveighauks) October 2, 2021
Var að senda nemendum tilkynningu með uppl. fyrir næstu viku. Íhugaði að setja „delay“ á tilkynninguna svo þau myndu ekki fatta hvað ég er mikill lúði að vera heima að vinna á laugardagskvöldi. En mundi svo að kvöldið er enn ungt.
— Dr. Margrét (@MargretVaff) October 2, 2021
Ógeðslega pirrandi þegar ég er að skrolla kattamyndbönd á instagram og vil sýna Bjarka þau en hann hefur ekki tíma til að skoða þau því hann er að „ryksuga” og „vaska upp” og „taka til”??
Bara ven, hvernig væri að forgangsraða smá?
— Solveig Óskarsdóttir ?? (@solveigoskarsd) October 2, 2021
Vá, snarpur jarðskjálfti sem ég var að finna á höfuðborgarsvæðinu. Best að fara á Vísi til að kanna hvort snarpur jarðskjálfti hafi ekki fundist á höfuðborgarsvæðinu
— Snorri Másson (@5norri) October 2, 2021
ég að keyra út úr hringtorgi af innri hring pic.twitter.com/70BVXVOPON
— ?? óskar steinn ?? (@oskasteinn) October 2, 2021
þegar ég man eftir að mæta í world class á þriggja mánaða fresti pic.twitter.com/SmjNudRneR
— Tómas (@tommisteindors) October 2, 2021
Real life mynd af mér í gærkvöldi þegar maður dró mig á spjall um borgaralaun og fjármagnstekjuskatt á meðan ég var að reyna að skemmta mér í fyrsta skiptið síðan ég mf datt út af þingi pic.twitter.com/ARHrsRqmFN
— Lenya Rún (@Lenyarun) October 2, 2021
Dýrka einlæglega hugvitsemi bílafólks, þarna breyttu 5 bílar gjörsamlega tilgangslausri “gangstétt” í gullfallegt bílastæði ? pic.twitter.com/zcOCn9ZWKk
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) October 2, 2021
Ég að reyna að hrósa 14 ára dótturinni: ,,Þú ert svo greind! ?”
Hún (mjög tortryggin): ,,Með hvað?”
Ég: ?
Hún: ,,Greind með hvað? Er ég með ADHD eða eitthvað?”— Helga D. Isfold S. (@Hamingjan) October 2, 2021
Ég heyrði um daginn að Baby Shark hefði svo róandi áhrif á ungabörn og prófaði að skellu þessu á fyrir lillann. Hann horfði á þetta í 10 sekúndur og fór svo skyndilega að hágrenja og ég hef aldrei verið stoltari af honum.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) October 2, 2021
Nýi matseðillinn á Apótekinu er óskiljanlegur pic.twitter.com/M3aLe5MF39
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) October 1, 2021
Var að skutla frúnni í sundbíó RIFF í Sundhöllinni. Áttaðu mig á því þegar ég var fyrir utan hvað það er brilljant hugmynd að koma hundrað kvikmyndnöllum loksins í bað á einu bretti
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 1, 2021
Þegar þriggja ára tekur mynd af mömmu og pabba: pic.twitter.com/gwyVXoS7GW
— Erna Agnes (@jiiiduddamia) October 1, 2021
stræto: “nei oþarfi”
buðin: “nei oþarfi”
hlemmur mathöll: “nei oþarfi”
prikið: “nei oþarfi”
menntaskolaball: “nei oþarfi”
gangarnir i mr: “HVAR ER GRIMAN ÞIN SOLRUN???!!?”
make it make sense— sólrún dögg (@Solrunjosefs) October 1, 2021
Ég var án árangurs að reyna að græja einhver tæknimál fyrir son minn áðan.
Ég: „Sorrí jörundur ég er bara orðinn alltof gamall til að geta fundið útúr þessu“
Jörundur: „Nei pabbi minn þú ert ekkert of gamall þú ert bara of heimskur“
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 1, 2021
Ahh.. Djös ves. Ætlaði að kaupa handsápu en keypti óvart Hansápu pic.twitter.com/JaEU1t98Qu
— Sunnfríður (@SunnaSveins) October 1, 2021
Virkilega wholesome samskipti undanfarin ár milli mín og æskuvinar pic.twitter.com/XAlqmiBYef
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) October 1, 2021
versta hugmynd sem ég hef fengið á deiti? örugglega að borða þurrkaðan chili sem var í drykknum mínum og eyða svo næsta hálftímanum í að gráta úr sársauka og þamba mjólk til skiptis fyrir framan manninn
— dísa (@AsdisLiljaO) October 1, 2021