hversu hrædd er ég við menntskælinga spyrjiði? var með einum slíkum í bíl í gær og þorði ekki að auxa í mínum eigin bíl því ég var svo hrædd um að hann myndi roasta tónlistarsmekkinn minn
— Lenya Rún (@Lenyarun) January 30, 2022
„Að vera jákvæður“ í huga 5 ára barns í dag. Var að reyna að kenna dóttur minni mikilvægi þess að vera almennt jákvæður í lífinu. Hún svaraði um hæl: „Ég vil alls ekki vera jákvæð!“ „Nú?“ „Því þá fær maður COVID“.
— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) January 30, 2022
þurfti að lesa þessa fyrirsögn 8 sinnum til að vera viss pic.twitter.com/dSN9lBlnKD
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 29, 2022
6 ára sonur minn að berjast við að halda augunum opnum:
“Æh, augun mín eru orðin mjög þunglynd”
— una stef (@unastef) January 29, 2022
Lífið væri svo næs ef mér þætti hroturnar í manninum mínum jafn dúlló og hroturnar í hundinum mínum.
— ℑ???????? ??????? ? (@ingibjrgmarinos) January 29, 2022
Ætli Helga Björns dreymi aldrei martröð þar sem það er alltaf helgi? Að í hverju einasta herbergi sé alltaf cameru crew? Að í hvert skipti sem hann reynir að komast út sé hann dreginn aftur inn af Eyþóri Inga og Jóhönnu Guðrúnu í enn annað medley af íslenskum 90s poppslögurum?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 29, 2022
Æ það fer alveg að koma febrúar, þá fer jólatréið mitt bráðum að verða vandræðalegt
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 29, 2022
Grúskarinn hann faðir minn var að benda mér á forðfaðir okkar væri enginn annar en Kveldúlfur Brunda-Bjálfason. Við erum að íhuga að taka þetta volduga eftirnafn upp sem ættarnafn á fjölskylduna og vorum sammála um að við stæðum afburðavel undir því. pic.twitter.com/PhFpkhVLzO
— Bjorn Thorfinnsson (@BThorfinnsson) January 29, 2022
Þurfti að útskýra fyrir amerísku fjölskyldunni minni að ég væri ekki að kalla dóttur mína “whore”.
Ég var einfaldlega að spyrja hana hvort hún væri með hor.
— Benni Valur (@bennivalur) January 29, 2022
Mamma setti þessa i story því henni fannst hún svo sæt. Ég er ekki BARA að blikka á myndinni heldur er ég LÍKA að smjatta pic.twitter.com/LKO2VCg3Ii
— Daníela Dögg (@danieladogg) January 29, 2022
Var að komast að því að vinur minn (ég nefni engin nöfn) er BOOMER ? pic.twitter.com/JCTNT3rsWA
— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) January 29, 2022
Íslenska: eyja
Enska: island
Ítalska: isola
Franska: ile
Sænska: pic.twitter.com/9MxPhtRafD— Styrmir B. (@StyrmirBar) January 28, 2022
Ég heima á Teams fundi í vinnunni með krakkann veikan heima. pic.twitter.com/nkzGWM3m3O
— Sindri R. Sindrason (@Sindrason) January 28, 2022
Það getur enginn sannfært mig um að það sé ennþá janúar, fimmtu helgina í röð, bara ekki fræðilegur
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 28, 2022