Umferðaróhapp varð í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi þegar maður datt sem ók vespu datt í götuna. Að því er segir í skeyti frá lögreglu var maðurinn að reyna að komast undan lögreglu.
Hann verður kærður fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, vanrækja merkjagjöf, aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi, of hraðan akstur, akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og fyrir akstur án réttinda. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þetta kom fram á vef DV