Framkvæmdir eru hafnar á neðri hæð Vetrargarðsins í Smáralind, en þar mun Smárabíó bjóða upp á enn meiri úrval fyrsta flokks skemmtunar!
Skemmtisvæði Smárabíós opnaði í mars í fyrra og býður í dag upp á fjölbreytt úrval af skemmtun í formi lasertag, leiktækjasal, VR sýndarveruleika, karaoke og frábærar hópaskemmtanir.
Nú á næstunni mun Smárabíó opna enn stærri og glæsilegri aðstöðu þar sem boðið verður uppá enn fjölbreyttari og magnaðri upplifun fyrir einstakinga á öllum aldri, fjölskyldur og hópa. Þar mun vera boðið upp á fyrsta flokks skemmtun í hæsta gæðaflokki þar sem nýjasta tæknin spilar sterkt inn í og viðskiptavinum boðið inn í nýjan heim.
,,Við hjá Smárabíói höfum fengið hönnuðinn Arnar Gauta með okkur í lið til að hanna útlit á svæðinu og við bíðum spennt eftir að fá að sýna og segja frá því sem við munum bjóða upp á!”
,,Við munum leyfa fylgjendum okkar að fylgjast með framkvæmdum og þróun á Instagram-inu okkar @smarabiomax næstu vikurnar,” segir í tilkynningu frá Smárabíó.