Starfsmaður Hlöllabáta í Smáralind hefur greinst með COVID-19 og var í samráði við rakningarteymi almannavarna ákveðið að senda alla starfsmenn staðarins í sóttkví. Staðurinn verður því lokaður næstu sjö daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlöllabátum.
Í tilkynningunni þakka þeir rakingarteyminu fyrir vel unnin störf og bjóða starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og rakningarteyminu öllu, fría Hlöllabáta næstu vikuna.
,,Með þessu litla framlagi okkar vonum við að fólkið sem sinnir mikilvægu starfi í framlínunni finni þakklætið fyrir þeirra störf. Þegar öllu er á botninn hvolft þá stöndum við öll saman í þessari baráttu.“
Lokað næstu sjö daga í Smáralind ❤️Upp er komið smit hjá starfsmanni á Hlöllabátum í Smáralind.Í samráði við…
Posted by Hlöllabátar/Hlölli – Hinn eini sanni on Fimmtudagur, 1. október 2020