Auglýsing

Smituðu ísraelsku ferðamennirnir fluttir heim

Líkt og mbl.is greindi frá í gær er hópur ísraelskra ferðamanna hér á landi, um 30-40 talsins, og eru þeir allir smitaðir af covid-19. Talið er að einn úr hópnum hafi smit­ast í flug­inu á leið til Íslands og svo smitað hina.

Unnið verður að því í að dag að flytja fólkið af farsóttarhúsum og Landspítala, í sjúkraflug til heimalands síns.

„Ísra­els­menn hafa brugðist vel við því að sækja sitt fólk og eru að sækja bæði mjög veika sjúk­linga og þá sem eru minna veik­ir,“ seg­ir Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins í samtali við mbl.is. „Þetta létt­ir svo­lítið á sótt­varna­hús­un­um og jafn­vel spít­al­an­um,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing