Auglýsing

Snoop Dogg fær ótrúlegar upphæðir fyrir að taka þátt í Ólympíuleikunum í París

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg er ekki beint sá einstaklingur sem kemur upp í huga manns þegar Ólympíuleikarnir eru annars vegar en þrátt fyrir það hefur hinn goðsagnakenndi 52 ára gamli tónlistarmaður leikið aðalhlutverk í sjónvarpsútsendingum NBC.

Allt frá því að klæða sig upp í reiðfatnað, fá sundkennslu frá Michael Phelps og hlaupa með sjálfan Ólympíueldinn um götur Parísar.

En þetta gerir rapphundurinnn ekki frítt. Langt frá því ef marka má bæði bandaríska og þýska fjölmiðla en Snoop Dogg er með samning við NBC sem hefur sjónvarpsréttinn vestanhafs að Ólympíuleikunum.

Goðsagnakenndi rapparinn klæddi sig í reiðfatnað og kom fram í fullum skrúða við mikinn fögnuð viðstaddra.

Áhorfið slær öll fyrri met

Samkvæmt áhorfstölum þá horfðu 35,4 milljónir á Ólympíuleikana hjá NBC-sjónvarpsstöðinni á miðvikudaginn fyrir tæpri viku síðan en þar mun Snoop Dogg hafa slegið í gegn. Allt var þetta kunngert, það er að segja samstarf Snoop og NBC, í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem rapphundurinn stillti sér upp fyrir framan Eiffelturninn.

En hvað er þessi goðsagnakenndi rappari, sem er hvað þekktastur fyrir lag sitt „Gin and Juice“ að fá fyrir þetta gigg?

Með milljarða í laun

Þýski miðillinn Bild segir að Snoop sé að fá í kringum 500 þúsund dollara fyrir daginn og það er fyrir utan útgjöld eins og hótel, akstur og mat. Það gera tæpar 70 milljónir íslenskra króna á dag.

Þá er því einnig haldið fram að hann fái bónusgreiðslur sem tengdar eru áhorfi á Óiympíuleikana en með öllu gæti hann verið að hala inn allt að 15 milljón dollara…fyrir það eitt að vera Snoop Dogg. 15 milljónir dollara eru hvorki meira né minna en rúmir tveir milljarðar íslenskra króna.

Voff…voff!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing