Auglýsing

Sölvi Tryggva snýr aftur eftir langt hlé: Hyggst birta fleiri viðtöl

Fjórir nýir þættir af hlaðvarpinu ‘Podcast með Sölva Tryggva’ eru komnir á áskriftarsíðu Sölva sem sett var í loftið nýlega. Þetta er í fyrsta sinn sem Sölvi birtir nýjan þátt síðan tvær konur sökuðu hann um kynferðisofbeldi í maí á síðasta ári.

Við­mælendur í þáttunum eru geð­læknirinn Haraldur Er­lends­son, lög­fræðingurinn og mark­þjálfinn Sara Odds­dóttir, mynd­listakonan Ellý Ár­manns og Númi Katrínar­son, eig­andi líkams­t­ræktar­stöðvarinnar Granda 101.

Fréttablaðið greinir frá en þar segir að Sölvi hefur þegar tekið mikið af við­tölum fyrir þá þætti sem hann hyggst birta á næstunni. Verða meðal við­mælenda fyrr­verandi land­búnaðar­ráð­herra Guðni Ágústs­son, ofur­fyrir­sætan Ás­dís Rán, lög­fræðingurinn Eva Hauks­dóttir, tón­listar­maðurinn Haffi Haff, sam­fé­lags­miðla­stjarnan Nökkvi Fjalar og Ögmundur Jónas­son, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra.

Í lok desember var svo greint frá því að Sölvi hygðist birta sjö til átta ó­birta hlað­varps­þætti, meðal annars við­töl við Her­mann Hreiðars­son, Boga Ágústs­son og Krumma Björg­vins­son sem allir fóru þess á leit við Sölva að hann birti við­tölin ekki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing