Lagið Húsavík úr kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, hefur verið að slá í gegn eftir að kvikmyndin fór í sýningu á Netflix. Það er norska söngkonan Molly Sandén sem syngur lagið fyrir persónu leikonunnar Rachel McAdams í myndinni.
Söngkonan Katrín Ýr birtir á Youtube síðu sinni myndband þar sem hún syngur lagið og segist hún algjörlega hafa kolfallið fyrir laginu þegar hún heyrði það fyrst.
Hér fyrir neðan má heyra í lagið í upprunalegum flutningi Molly Sandén.