Seinni undanúrstlit Söngvakeppninnar fóru fram í Háskólabíó í gærkvöldi og að vanda þá logaði Twitter á meðan á keppninni stóð og eftir hana.
Allskonar trúðar búnir að segja allskonar í kvöld en geitin hefur talað. Most relevant. #12stig pic.twitter.com/qMUIqaEmf8
— Egill Ástráðsson (@egillastradsson) February 16, 2020
Ég er maður fólksins þannig að mér finnst koverið hans Flóna á Nínu bæði hræðilegt og dásamlegt. #12stig
— Viktor Valgarðsson (@viktor888) February 15, 2020
Flóni að syngja Draumur um Nínu er eitt frumlegasta og skemmtilegasta cover ég hef heyrt. ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ #12stig
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) February 15, 2020
Minni bara þjáningasystkin mín þarna úti á að einu sinni var mullet jafn heitt og autotjúnaðar raddir eru núna #12stig
— Jón Bjarki Bentsson (@JBentsson) February 15, 2020
Plís finnið annan kvenkynskynnir fyrir úrslitakvöldið…plís…vandræðaleg viðtöl í grænaherberginu hvað eftir annað #12stig
— Brynja Lárusdóttir (@Brynja123) February 15, 2020
„Er þetta lögreglan? já ég þarf að fá bíl uppí Háskólabíó sem fyrst. Matti Matt hefur verið rændur“ #12stig
— Atli (@atlisigur) February 15, 2020
Dóttir min er greinilega ekki hrifin af lagi Ívu
„Ef ég heyri þetta einu sinni enn fæ eg hausverk“ #12stig— Anna! (@annavignisd) February 15, 2020
Ég þarf meira af Daða í mitt líf. <3 #12stig
— Indriði E Reynisson (@IndridiReyniss) February 15, 2020
Engin hætta! #12stig pic.twitter.com/L8cwN5vkke
— Daníel Magnússon (@danielmagg77) February 15, 2020
Allir saman nú:
Núna ertu hjá mér, Flóni.
Án autotune er allt í tjóni.
Gerir alla brjál á Fróni,
og ég veit að þú munt aldrei aftur… #12stig— Oddur J. Jónasson (@stjornuthydandi) February 15, 2020
Dóttir: fyrst ÞETTA komst í undankeppnina, hvernig voru þá hin lögin sem komust ekki í sjónvarpið? ?
Góð spurning. #12stig
— Sólveig (@solveighauks) February 15, 2020
„Hey, ertu til í að taka rappútgáfuna af Nína?“
-Enginn, aldrei#12stig— Hervald Rúnar (@hervald1) February 15, 2020
Nínucoverið olli skyndimiðöldrun, þekkti ekki flytjandann, pirraði mig á autotuneinu og að hann þekkti ekkert íslenska tónlistarsögu fyrir nóv ’19… #12stig
— thora geirlaug (@thorageirlaug) February 15, 2020
Þegar maður hélt að Íslendingar gætu ekki orðið sturlaðri yfir neinu en nýja KSÍ merkinu…
Flóni: Haltu á autotjúninu mínu. #12stig— Jóhannes Þór (@johannesthor) February 15, 2020
Ég við einkason: “hvaða listamaður er nú þetta?” Einkasonur, 11 ára: “þetta er íslenskur ung-rappari”. Við erum svipað miðaldra. #12stig
— Lara Gudrun Joh (@larayoh) February 15, 2020
Getum við ekki bara sent Flona með þetta Nínu mix? Fannst það eiginlega best. #12stig
— Аугуст Берг (@agustberg) February 15, 2020
Ábreiðuna af Nínu með Flóna á Spotify ekki seinna en strax takk #12stig
— Tinna Heimisdóttir (@TinnaHeimis15) February 15, 2020
Daði: Hver er þetta? Elsa: einhver Flóvent. Daði:Ertu að meina Flóni ?? Já ég er miðaldra og hef aldrei heyrt um þetta autotune barn áður #12stig
— Elsa A. Serrenho (@elsaserrenho) February 15, 2020
Er eitthvað í reglunum, sem bannar að senda sama lagið, aftur og aftur, þangað til það vinnur? #draumurumnínu #12stig
— Dögg Matthíasdóttir (@dewice) February 15, 2020
Ok þessir kynnar eru eitthvað óþægilegir ? #12stig
— Dýrley Dröfn ?️? (@DyrleyDrofn5) February 15, 2020
Daðadansinn verður að vera viral a tiktok #12stig
— Martin Sindri (@martinsindri) February 15, 2020
You guuuuuys <3 #12stig
— Daði úr Söngvakeppninni ? (@dadimakesmusic) February 15, 2020
Þetta viðtal við Hildi Völu er leiðinlegra en lagið hennar. Hélt að það væri ekki hægt. #12stig
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) February 15, 2020
Iva er að nálgast 100 þúsund views á YouTube og Evrópa er að elska lagið. No shade á Daða minn en Iva mun án gríns geta unnið þetta #12stig
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) February 15, 2020