Víðast hvar er hálka eða snjóþekja á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er þó yfir Bjarnarfjarðarháls en ófært er norður í Árneshrepp.
Veður fer versnandi á Hellisheiði og í Þrengslum um kl. 18 og kominn verður kafaldsbylur snemma í kvöld eða frá um kl. 20 og stendur fram yfir miðnætti þegar lægir og hlánar. Á láglendi S- og SV-lands fer almennt fljótt í slyddu og rigningu undir kvöldið.
Þetta kemur fram í færslu veðurfræðings á Twitter aðgangi Vegagerðarinnar.