Hráefni:
- 1 pakki spaghetti
- 8 msk smjör
- 2 dl panko brauðrasp
- 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1/4-1/2 tsk rauðar chilliflögur
- 2 dl rifinn parmesan
- 2 msk ferskur sítrónusafi
- 2 msk söxuð fersk steinselja
Aðferð:
1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
2. Bræðið 2 msk af smjöri á stórri pönnu og hitið þar til það fer að freyða. Bætið þá brauðrasp á pönnuna og hrærið vel á meðan þetta er að brúnast, eða í 3-4 mín. Færið þetta af pönnunni á fat eða disk.
3. Þurrkið pönnuna með eldhúspappír. Bræðið afganginn af smjörinu á meðal hita. Þegar smjörið fer að freyða er hvítlauknum bætt saman við ásamt chilliflögum. Leyfið þessu að malla áfram þar til smjörið er orðið fallega brúnt. Takið þetta af hitanum.
4. Setjið pastað útá pönnuna ásamt parmesan og blandið öllu vel saman. Næst fer brauðrasp saman við ásamt sítrónusafa og steinselju. Blandið vel saman og berið fram strax.