Spider-Man No Way Home sló met um helgina þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir.
Nýjasta kvikmyndin um vinalegu nágrannahetjuna okkar, Spider-Man, var frumsýnd föstudaginn hér á landi 17. desember sl.
Aðsókn helgarinnar á Íslandi var yfir 18.100 manns og var með um 30m í tekjur sem gerir þetta að tekjuhæstu opnunarhelgi allra tíma og þriðju aðsóknarmestu frá upphafi mælinga.
Myndin var sýnd í öllum kvikmyndahúsum landsins og var sýnd í mörgum sölum samtímis þar sem einungis 100 manns mega koma saman í hvert hólf. Vert er að taka fram að kvikmyndahús landsins fylgja ströngum sóttvarnarreglum og tryggja að öryggi og heilsu bíógesta og starfsmanna sé gætt. Ekkert hlé er á sýningum, grímuskylda, engin áfengissala, sjálfvirk sætaskipun og góð loftræsting tryggir að hægt sé að framfylgja sóttvörnum.
Myndin hefur fengið frábæra dóma og mikið lof gagnrýnanda sem og áhorfanda og er til að mynda „certified fresh“ á Rotten Tomatoes.