Upplýsingafundur almannavarna fer fram í Katrínartúni í dag klukkan 14.
Á fundinum fara þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri yfir stöðuna hvað varðar framgang kórónuveirunnar á landinu.
Síðustu þrjá sólarhringa hafa 143 einstaklingar greinst með veiruna. Það er mikil aukning frá því sem hefur verið síðustu vikurnar. Landspítalinn hefur verið færður á hættustig og starfsfólk og nemendur í framhaldsskólum og háskólum eru nú skyldug til að til að vera með grímur inni í skólabyggingum.