Auglýsing

Stærsti vinningur í sögu HHÍ til sýnis í Kringlunni

Í tilefni þess að stærsti einstaki vinningur í sögu Happdrættis Háskóla Íslands verður dreginn út á föstudaginn kemur verður vinningsupphæðin, 110 milljónir króna, til sýnis í Kringlunni í dag og á morgun, miðvikudag og fimmtudag. Milljónirnar verða til sýnis í sérsmíðuðum kassa fyrir framan verslun Augans á 2. hæðinni í Kringlunni og verður gætt af öryggisvörðum frá Securitas.

 „Potturinn er sá langstærsti í tæplega 90 ára sögu happdrættisins og í tilefni þess vildum við leyfa þjóðinni að berja stóra vinninginn augum,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, sölu- og markaðsstjóri HHÍ.

Potturinn í Milljónaveltunni er ellefufaldur, eða 110 milljónir króna, og verður sem fyrr segir dreginn út föstudaginn kemur, 10. desember. Samkvæmt reglum happdrættisins verður að greiða Milljónaveltuna út í síðasta útdrætti ársins og því ljóst að einn heppinn miðaeigandi er öruggur með hreppa stóra vinninginn.

Hver keyptur miði í Happdrætti Háskólans tryggir þátttöku í þremur leikjum happdrættisins. Í Aðalútdrætti þar sem miðaeigendur skipta með sér um 80 milljónum króna, Milljón á mann þar sem fimm miðaeigendur hreppa eina milljón hver og svo Milljónaveltunni. Í Milljónaveltunni eru settar 10 milljónir króna í pott í janúar. Þá er dregið úr öllum númerum, bæði seldum og óseldum. Ef potturinn gengur ekki út hækkar hann um aðrar 10 milljónir mánuðinn á eftir og svo koll af kolli. Milljónaveltan hefur ekki gengið út síðan í febrúar og er komin í 110 milljónir. Sem fyrr segir verður að greiða Milljónaveltuna út í desember, í lokaútdrætti ársins, og því alveg öruggtað einn heppinn miðaeigandi verður 110 milljón krónum ríkari.

Happdrætti Háskólans hefur frá stofnun, árið 1933, fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands, sem þýðir að húsnæði og tæki Háskólans eru ekki keypt fyrir skattfé, heldur að langstærstum hluta fyrir fé frá Happdrættinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing