Starfsmaður Dominos var myndbirtur inn á facebook hóp og sakaður um bæði grunsamlega hegðun og mögulegan reiðhjólastuld.
Fjallað hefur verið um málið á Stundinni.
Var starfsmaðurinn að sinna störfum sínum sem pitsusendill hjá Dominos þegar umrædd mynd var tekin og hann sakaður um grunsamlega hegðun. Eftir að myndin var tekin eiga hjól að hafa horfið. Maður að nafni Snorri skrifað síðar eftirfarandi inná facebook síðuna Vesturbærinn:
„Í framhaldi af umræðunni um tíða hjólaþjófnaði í hverfinu þá bað “hjólhestahvíslarinn” Bjartmar Leósson mig um að birta þetta á síðunni:2 tilfelli í Vesturbæ þar sem pizzasendill mætir og hagar sér grunsamlega. Sniglast kringum húsin og daginn eftir eru hjól horfin.“
Engar sannanir eru um að sendillinn hafi gerst sekur um að stela þessum hjólum. Og segir Berglind Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Dominos að það sé litið alvarlegum augum þegar starfsfólk er myndbirt og sakað um þjófnað.
Starfsmaðurin hefur fengið afsökunarbeiðni en ætlar engu síður að leita réttar síns vegna málsins.