Auglýsing

Stefán segir formann Blaðamannafélagsins í engum tengslum við raunveruleikann

Á morgun er verkfall hjá nokkrum af stærstu fjölmiðlum landsins eftir að blaðamenn felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, er ósáttur við þessar aðgerðir Blaðamannafélagsins og hjólar í Hjálmar, formann Blaðamannafélagsins, í nýjum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Í pistlinum segir hann Hjálmar ekki vera í tengslum við raunveruleikann og spyr hversu mörg störf eigi eftir að tapast vegna verkfallsaðgerða Blaðamannafélagsins.

„Í dag horfum við starfsfólk Árvakurs á eftir 15 öflugum og góðum samstarfsmönnum sem sagt er upp vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið.“

„Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“ skrifar Stefán.

Hér má sjá pistil Stefáns í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing