Auglýsing

Stefnumót við náttúruna

Hvatningarátakið Stefnumót við náttúruna miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði Íslands í sumar.

Það er umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem stendur að átakinu í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum.

„Í sumar hafa landsmenn einstakt tækifæri til að ferðast um landið sitt og njóta þess besta sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Það er hvergi betra tækifæri til að gera akkúrat það en á friðlýstu svæðunum okkar. Þar höfum við lagt mikla áherslu á uppbyggingu innviða á undanförnum árum sem auðvelda aðgengi almennings að þessum náttúruperlum.“

Lesa má meira um átakið hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing