Auglýsing

Steinunn Ólína endurvekur Kvennablaðið

Steinunn Ólína skrifar pistil í dag þar sem hún tilkynnir endurkomu Kvennablaðsins.

„Þetta er tími endurskoðunar. Við þurfum öll að vera á tánum, vel vakandi fyrir því sem gerist á næstu vikum og mánuðum. Hvernig munu íslensk stjórnvöld standa vörð um hagsmuni okkar? Þurfum við að veita þeim aðhald þrátt fyrir að Covid 19 sé mál málanna og taki upp síður fjölmiðla,“ skrifar hún í pistlinum.

„Það er gjörsamlega fráleit hugmynd rekstrarlega að endurvekja Kvennablaðið einmitt nú en aldrei áður hefur verið jafn mikill grundvöllur og næði til skoðanaskipta og akkúrat núna. þess vegna ákvað ég að endurvekja blaðið núna og hef fengið með mér frábæra ritstjórn, þau Evu Hauksdóttur og Hauk Má Helgason. Aðrir fastir pennar munu bætast í raðir okkar á næstu dögum og við sjáum hvernig okkur mun vegna.“

Pistilinn má lesa í heild sinni á Kvennablaðið.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing