Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur greint frá því að hún hafi sótt um stöðu útvarpsstjóra. Steinunn greinir frá þessu í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi og ber titilinn “Við höfum öllu að tapa”.
Í færslunni ræðir hún meðal annars um sýn sína á RÚV, hlutverk og stöðu einkarekinna fjölmiðla, auglýsingamarkaðinn og formann Sjálfstæðisflokksins.
„Að þessu sögðu gengst ég fús við því að ég ætla mér að sækja um stöðu útvarpsstjóra vegna þess að mér þykir vænt um Ríkisútvarpið og trúi staðfastlega á mikilvægi þess og læt engan segja mér annað. Ég á enga vildarmenn í ráðandi ríkisstjórn, þekki engan stjórnarmann Ríkisútvarpsins persónulega og hef bókstaflega engu að tapa.“
Hér fyrir neðan má sjá færslu Steinunnar í heild sinni.