Auglýsing

Styrkir fjöl­skyldur lang­veikra barna í minningu sonar síns

Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn Björgvin Arnar árið 2013 langt fyrir aldur fram úr mjög sjaldgæfum sjúkdómi. Nú helddur hún minningu hans á lofti með góðgerðafélaginu Bumbuloní sem styður við fjölskyldur langveikra barna.

„Mér fannst ég verða að heiðra minningu hans einhvern veginn og mig langaði til þess að gera eitthvað gott, gefa til baka til þeirra foreldra sem standa í þeim sporum sem ég eitt sinn stóð í sjálf með mitt barn,“ segir Ásdís í myndbandi sem lýsir tilgangi og markmiði félagsins.

Björgvin var einungis sex ára gamall þegar hann lést.

„Ég missti strákinn minn. Það eru hundruð langveikra barna á Íslandi sem eru að ganga í gegnum ólýsanlega erfiðleika. Mig langar til þess að létta þeim lífið.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing