Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést í gær á heimili sínu við Marbakkabraut í Kópavogi, 83 ára að aldri. Hann hafði glímt við heilsuleysi í kjölfar heilablóðfalls sem hann fékk fyrr á árinu.
Styrmir starfaði mestalla starfsævi sína á Morgunblaðinu en hann hóf þar störf blaðamaður 2. júní árið 1965. Hann varð aðstoðarritstjóri 1971, var ráðinn ritstjóri 1972 og starfaði sem slíkur í 36 ár.
Styrmir var giftur Sigrúnu Finnbogadóttur sem lést 2016 og skilur eftir sig tvær dætur, Huldu Dóru og Hönnu Guðrúnu.