Auglýsing

Hvernig urðu þessar uppfinningar til? Súkkulaðistykki leiddi til örbylgjuofnsins

Óvænt sumarfrí og draslaraleg rannsóknarstofa leiddi lækninn á sporið á bakteríudrepandi pensilíni.

Skoski líffræðingurinn Alexander Fleming var framúrskarandi rannsakandi, hvers helsti vandi var að hann vanrækti tiltekt á rannsóknarstofu sinni.

Árið 1928 var Fleming að greina stafílókokkabakteríur. Sem liðsforingi í fyrri heimsstyrjöldinni hafði hann séð fjölda hermanna deyja vegna sýkinga og Fleming dreymdi um að finna lyf sem gæti drepið bakteríur. En slíkt kraftaverkalyf var hvergi að finna. Það hjálpaði heldur ekki leitinni þegar hann þurfti nokkuð óvænt að fara í sumarfrí með fjölskyldu sinni.

Fleming yfirgaf – eins og jafnan – rannsóknarstofu sína í mikilli óreiðu og gleymdi m.a. að fjarlægja glerskálar með stafílókokkum sem hann hafði sett út í horn. Þegar hann snéri aftur uppgötvaði hann glerskálarnar og sá að ein þeirra var með myglusvepp.

Og á dularfullan hátt voru bakteríurnar í kringum sveppinn horfnar. Fleming einangraði strax sveppinn og uppgötvaði að hann seytti frá sér öflugu bakteríudrepandi efni. Margra ára langri leit hans að slíku efni var nú loksins lokið og árið 1945 var hann verðlaunaður fyrir sóðaskapinn á rannsóknarstofunni með Nóbelsverðlaununum í læknisfræði.

DNA: Aðrir hlutu heiður fyrir einstakan fund

Nýútskrifaði læknirinn Friedrich Miescher var heyrnarskertur og ákvað því að einbeita sér að rannsóknum í stað þess að sinna sjúklingum. Hann hafði einkum áhuga á vefsjúkdómum og rannsakaði gaumgæfilega sáraumbúðir með blóði og vilsu sem rannsóknarstofan fékk frá lækni.

Hann flokkaði hvít blóðkorn úr graftarvilsunni og árið 1869 tókst honum að ná óburðugri sýru út úr blóðfrumunum. Miescher kallaði efnið nuklein eða kjarna og hann uppgötvaði að efnið var einnig að finna í öðrum frumugerðum.

Þetta þótti svo byltingarkennt að yfirmaður hans fyrirskipaði honum að endurtaka allar tilraunirnar. Þessi þáttaskil voru því fyrst opinberuð tveimur árum síðar. Því miður fyrir Miescher hafði hann enga hugmynd um að hann hefði fundið erfðaefni mannsins, DNA.

Svisslendingurinn lést aðeins 51 árs gamall, áður en hann hafði lokið rannsóknum sínum.

Það var síðan þýski lífefnafræðingurinn Albrecht Kossel sem hlaut Nóbelsverðlaunin 1910 fyrir að kortleggja samsetninguna á kjarnasýru Mieschers.


Steinn leysti óskiljanlegt letur

Árið 1799 voru franskir hermenn Napóleóns að stækka virki sitt í borginni Rosetta í Egyptalandi. Þeir rifu niður ævafornan borgarmúr til að nýta steinana í varnarvirki. Fyrir tilviljun uppgötvuðu Frakkarnir dag einn, að einn þessara fornu steina hafði verið slípaður og á hann rituð einhver undarleg tákn.

Þessi dularfulli steinn var sendur til Kaíró, þar sem teymi vísindamanna tilkynnti yfirvöldum að hér væri kominn einstakur fundur. Dularfullu táknin reyndust vera forngríska, demótíska og myndleturstákn eða helgrúnir.

Tvö síðastnefndu tungumálin höfðu verið óskiljanleg fyrir sérfræðinga um aldaraðir en með því að bera gríska textann saman við hina tvo tókst um síðir að þýða þann demótíska. Það var svo hinn franski Jean-François Champollon sem leysti ráðgátuna um myndleturstáknin árið 1822.

lusetning: Mjaltastúlka útrýmdi skelfilegum sjúkdómi

Sem drengur heyrði Edward Jenner mjaltastúlku segja að hún myndi aldrei fá bólusótt, því hún hefði þegar smitast af kúabólu – vægari útgáfu af þessum banvæna sjúkdómi.

Hann ályktaði sem svo að þeir sem hefðu smitast af vægari gerð sjúkdómsins mynduðu með sér ónæmi.

Til að prófa kenningu sína smitaði Jenner árið 1796 átta ára dreng með kúabólu. Drengurinn fékk smá hita en jafnaði sig svo en Jenner hélt ótrauður áfram.

Nokkrum mánuðum síðar sprautaði hann bólusóttarveiru í strákinn. Til allrar hamingju reyndist staðhæfing mjaltastúlkunnar vera rétt og drengurinn lifði þetta af.

Til að sannfæra tortryggna kollega sína þurfti Jenner að endurtaka tilraun sína á mörgum öðrum börnum – þar á meðal á 11 mánaða gömlum syni sínum.

Til heiðurs mjaltastúlkunni nefndi Jenner uppgötvunina „vaccine“ sem er leitt af latneska orðinu fyrir „kú“: vacca.


Geislavirkni: Þungbúinn himinn afhjúpaði geislavirkni

Eðlisfræðingurinn Henri Becquerel setti árið 1896 dálítið af úrani á ljósnæma plötu, pakkaði öllu saman í pappír og fór með það út úr húsi.

Kenning hans var sú að geislar sólar myndu fá úranið til að senda frá sér geislun sem myndi greinast á plötunni.

Því miður var himininn skýjaður svo Becquerel fór aftur inn í hús og setti pakkann í skúffu. Nokkru seinna framkallaði hann plötuna og sá að úranið hafði skilið eftir ummerki þrátt fyrir að sólargeislar hafi hvergi komið við sögu.

Því var ljóst að úran sendir frá sér geisla og geislavirkni hafði uppgötvast.


Stroksýni: Auðvelt próf afhjúpaði krabba

Árið 1923 rannsakaði hann vökva úr legi kvenmanna í smásjá til að kanna hvort þar væri að finna sambærilegt fyrirbæri.

Svo vildi til að ein þeirra var með leghálskrabbamein og sér til furðu gat Papanicolaou séð krabbafrumurnar.

Hann var strax meðvitaður um mikilvægi uppgötvunarinnar og viss um að kanna mætti hvort konur væru með þetta krabbamein með einföldu stroksýni.

Slíkt próf er einnig þekkt á ensku sem „Papanicolaou-próf“.

Árið 1999 var Fleming valinn einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldar af tímaritinu TIME. Hann uppgötvaði pensílin fyrir tilviljun.

Örbylgjuofn: Bráðið súkkulaðistykki leiddi til örbylgjuofnsins.

Árið 1945 heimsótti verkfræðingurinn Percy Spencer rafbúnaðar- og vopnaverksmiðju, þar sem hann skoðaði svokallað magnetron. Meðan hann stóð þarna og virti fyrir sér búnaðinn varð hann var við að súkkúlaðistykki í jakkavasa hans var farið að bráðna.

Kannski valda örbylgjurnar þessu, hugsaði Spencer með sér og mætti síðar með poppmaís í poka sem hann setti fyrir framan tækið. Brátt var pokinn fullur af poppkorni.

Tilraunin sýndi að örbylgjur gátu hitað upp mat – og örbylgjuofninn var fæddur.


Insúlín: Fíknar flugur komu mönnum á sporið

Árið 1889 tóku tveir þýskir læknar eftir því að flugnager hafði safnast yfir hlandpolli sem tilraunahundur hafði skilið eftir sig. Joseph von Mering og Oscar Minkowski botnuðu ekkert í því hverju þetta sætti. Þeir ákváðu að greina þvagið og komust að því að í því var að finna mikið magn af sykri.

Hundurinn var því augljóslega með sykursýki. Þeir voru áfram furðu lostnir. Hundurinn hafði verið heilbrigður fáeinum dögum áður, þegar hann kom á rannsóknarstofuna. Síðar höfðu læknarnir fjarlægt brisið úr honum til að kanna áhrif aðgerðarinnar á meltinguna.

Læknarnir lögðu nú allar vangaveltur um meltinguna á hilluna því eitt var augljóst: Hundurinn hafði fengið sykursýki þegar brisið var fjarlægt. Því var ljóst að brisið seytir einhverju efni sem stýrir sykurmagni í blóðinu.

Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir tókst þeim félögunum Minkowski og von Mering ekki að greina mikilvægi insúlíns en erfiði þeirra lagði grunninn að því að aðrir vísindamenn gátu síðar staðfest það.


Sjá má lengri útgáfu greinar á vef Lifandi vísinda. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing