Svartir Sunnudagar hefja göngu sína á ný í Bíó Paradís!
Stórkostlegar költ og klassík myndir sem handvaldar eru af Sigurjóni Kjartanssyni, Sjón og Hugleiki Dagssyni verða á dagskrá annan hvern sunnudag í vetur og hér er dagskráin kunngerð fram að áramótum!
Myndirnar sem sýndar verða eru:
HREKKAVÖKUSÝNING Svarta Sunnudaga – 31. október kl 20:00!
Ættleiddur sonur sem er mögulega sonur djöfulsins? Þessi stórkostlega klassík er sannkallað meistaraverk! ( Veggspjald eftir Laufeyju Jónsdóttur.)
Sýnd sunnudaginn 14. nóvember kl 20:00
Unglingsstúlkan Holly býr með skiltamálaranum föður sínum í litlum bæ í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hún fer að eyða tíma með rótlausum mun eldri strák, Kit, eins konar James Dean týpu …. eða hvað? (Veggspjald eftir Andreu Björk Andrésdóttur.)
Sýnd sunnudaginn 28. nóvember kl 20:00
Þessi umdeilda hryllingsmynd Tod Browning segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarrásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans. (Veggspjald eftir Sólveigu Pálsdóttur.)
Sýnd sunnudaginn 12. desember kl 20:00
Lífið um borð í þýskum kafbát í Seinni heimsstyrjöldinni getur bæði verið spennandi, hundleiðinlegt og algjör hryllingur. (Veggspjald eftir Óla Hrafn.)
JÓLASÝNING SVARTRA SUNNUDAGA, annan í jólum kl 20:00
Hin bandaríska Suzy er nýbyrjuð í virtum þýskum balletskóla þegar hún kemst að því að skólinn er ekki allur þar sem hann er séður og drungaleg öfl eru á sveimi sem eiga þátt í hrinu af hryllilegum morðum sem framin hafa verið.( Veggspjald eftir Steinar Orra.)
Nýárssýning Svartra Sunnudaga 2. janúar 2022 kl 20:00
Japan á miðöldum. Aldraður stríðsherra sest í helgan stein og eftirlætur sonum sínum þremur heimsveldi sitt. En hann grunaði ekki hversu mikið þessi nýfengnu völd ættu eftir að spilla þeim og fá þá til að snúast gegn hvorum öðrum…og honum sjálfum. (Veggspjald eftir Indriða.)
Menningarhúsið Bíó Paradís- þar sem hjartað slær!