Auglýsing

Sveppi gagnrýndur fyrir óviðeigandi brandara í skemmtiþætti

Í gær var sýndur fyrsti þáttur af skemmtiþætti Auðuns Blöndal sem ber nafnið Bannað að hlæja. Í þáttunum fær Auðunn nokkra gesti í matarboð og þar er ein regla, eins og nafn þáttarins gefur til kynna, það er bannað að hlæja og ef gestirnir láta aðra fara að hlæja fá þeir stig.

Í þessum fyrsta þætti voru gestirnir í matarboðinu Rikki G útvarpsmaður á FM 957, Sveppi, Jói eigandi Gleðipinna og leikkonurnar Júlíana Sara og Hildur Vala.

Forréttur var borinn á borð og Auðunn sat baksviðs þar sem hann gat fylgst með gestunum og skráð niður stig.

„Þjónninn“ var sendur inn og bað hann gesti að tala um kosti sína og galla. Sveppi byrjaði eftir áskorun frá Júlíönu. Næst var röðin komin að Jóhannesi en áður en hann gat talað sagði Sveppi: „Það er náttúrulega fyrsta sem maður hugsar er að gallinn er náttúrulega að hann er barnaníðingur.“

Leikkonurnar flissuðu og Jói sagði: „Já það hefur aldrei sannast neitt á mig, þannig að mér finnst nú óþarfi að vera…..“

„Já af hverju heldurðu að hann eigi hoppukastala og hamborgarastað og keilubraut?“ bætti Sveppi við.

„Ég meina hvað er pedó?“ spyr Jóhannes og leikkonurnar flissa aftur, en Ríkharð hlær ekki. „Eins og ég hef alltaf sagt maður veit ekki hvort maður er barnaníðingur eða ekki af því kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið, maður veit það ekki,“ botnar Sveppi.

Þessi orðaskipti hafa farið verulega fyrir brjóstið á mörgum áhorfendum og byrjuðu konur að ræða þetta sín á milli á Facebook síðunni Góða systir í kjölfar sýningu þáttarins.

Hér eru nokkrar af þeim athugasemdum sem komu þar inn:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing