Auglýsing

Syndikatið í Skuggasundi

Galleríið Skuggasund hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum vikum en um er að ræða nýtt listagallerí þar sem tónlistin mætir listinni og útkoman er veisla fyrir skynfærin. Galleríið Skuggasund er í Ingólfsstræti 2b og hafa gestir haft það á orði að þeir fái það á tilfinninguna að þeir séu komnir til Berlínar þegar gengið er inn.

Þann 16. desember næstkomandi opnar ansi áhugaverð sýning en um er að ræða samsýningu hjá nokkrum af okkar færustu listamönnum – þeim Hafsteini Michael, Jóni Sæmunds og Ómari Stefánssyni. Sýningin ber heitið Syndikatið og opnar galleríið klukkan 15:00 á laugardaginn.

Samkvæmt Elsa Sturlusyni, einn af eigendum og verkefnastjóra Skuggasunds, verður boðið upp á ljúfa tóna á meðan á sýningunni stendur. Hann hvetur alla til að mæta og skoða verk eftir þessa frábæru listamenn og á sama tíma kynna sér þetta glæsilega en jafnframt frumlega gallerí í hjarta Reykjavíkur.

Fyrir þá sem rata ekki að Ingólfsstræti 2b að þá er gengið inn um sund sem er gegnt Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Nútíminn mælir með sýningunni en Skuggasund er skemmtileg viðbót við menningarlíf Reykjavíkurborgar sem blómstrar nú sem aldrei fyrr.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing