Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur nú fyrir fjáröflunarsöfnun.
„Vissir þú að alls greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á hverju ári. Krabbamein hefur hins vegar ekki einungis áhrif á þann sem greinist heldur fjölmarga í kringum hann, þar á meðal maka, foreldra, börn, vini, vandamenn, vinnufélaga og marga aðra. Að meðaltali má segja að um 7-10 nánir aðstandendur standi að baki hverjum einstakling sem gerir yfir 700 manns á ári.
Sýndu samstöðu með því að fara inn á lifidernuna.is,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
„Lokahnykkur átaksins verður svo þann 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum, þegar við skellum í viðburð með frábæru listafólki í beinni útsendingu, nánar verður sagt frá honum síðar, en takið daginn frá.“