Systrabönd er mögnuð ný íslensk þáttaröð sem kom í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium um páskana.
Á tíunda áratug síðust aldar hverfur fjórtán ára stúlka sporlaust á Snæfellsnesi. Tuttugu og fimm árum síðar finnast jarðneskar leifar hennar og þrjár æskuvinkonur neyðast til að horfa í augu við fortíð sína.
Þáttaröðin hefur fengið ótrúlegar viðtökur og slegið met í spilunum í Sjónvarpi Símans Premium. En horft var á þættina yfir 210.000 sinnum á tug þúsundum heimila um páskana.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur. Ég kolféll fyrir sögunni og persónunum þegar hugmyndin kom á frumstigi inn á borð til okkar hjá Símanum frá Sagafilm, ég þóttist vita að þetta yrði eitthvað einstakt sem varð raunin,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans í samtali við mbl.is