Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra birti pistil í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum beinir hún hvatningarorðum sínum til ungs fólks í landinu og þakkar þeim fyrir að standa í þessu með okkur.
Þar skrifar hún meðal annars:
„Þér er eflaust búið að leiðast, þykja þetta allt ósanngjarnt og skrýtið – en hefur þó reynt að gera það besta úr aðstæðum. Foreldrar þínir eru meira og minna heima að vinna, það heyrir til undantekninga að þú hittir vini og kunningja, það er búið að slá af öll íþróttamót, stóra systir missti af útskriftarferðinni í vor og litli bróðir gat ekki haldið almennilega fermingarveislu.“
„Það var búið að segja þér að þessi ár væru þau skemmtilegustu, að á þessum árum myndir þú kynnast fullt af nýju fólki, eignast vini fyrir lífstíð, að þú gætir verið í námi, íþróttum, vinnu og félagsstarfi en þess í stað ertu að mestu heima og hittir gömlu (en góðu) vinina í gegnum símann.“
„Þú þarft þó að muna að þú ert klár og mátt því ekki hætta að hugsa um framtíðina. Samfélagið mun þurfa á kröftum þínum að halda og þú ert að öðlast reynslu sem mun nýtast þér alla ævi.“
Pistilinn má lesa í heild sinni hér