Auglýsing

Þau fengu fálkaorðuna í dag

Fjórtán Íslendingar voru í dag,17. júní, sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem veitti þeim heiðursmerkin við hátíðlega athöfn Bessastöðum. Þetta kemur fram á vef Mbl

Meðal þeirra sem fengu fálkaorðuna voru Þríeykið, Alma D. Möller land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.

Fálka­orðuna fengu þau:

Alma Möller land­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heil­brigðismála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 fara­sótt­ina

Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir pró­fess­or, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir á vett­vangi ferðamála­fræði og úti­vist­ar

Bárður Haf­steins­son skipa­verk­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til hönn­un­ar fiski­skipa og ís­lensks sjáv­ar­út­vegs

Ein­ar Bolla­son fyrr­ver­andi formaður KKÍ og stofn­andi Íshesta, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til íþrótta og störf á vett­vangi ferðaþjón­ustu

Ellý Katrín Guðmunds­dótt­ir fyrr­ver­andi borg­ar­rit­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á op­in­ber­um vett­vangi og fram­lag til op­in­skárr­ar umræðu um Alzheimer sjúk­dóm­inn

Helgi Björns­son leik­ari og tón­list­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar tón­list­ar og leik­list­ar

Hild­ur Guðna­dótt­ir tón­skáld, Berlín, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar tón­list­ar

Hulda Kar­en Daní­els­dótt­ir kenn­ari og formaður Þjóðrækn­is­fé­lags Íslend­inga, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir frum­kvæði á sviði starfsþró­un­ar og kennslu ís­lensku sem ann­ars máls og fram­lag til efl­ing­ar tengsla við af­kom­end­ur Íslend­inga í Vest­ur­heimi

Jón Kalm­an Stef­áns­son rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta

Jón Sig­urðsson fyrr­ver­andi rektor, seðlabanka­stjóri og ráðherra, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir störf í op­in­bera þágu

Sigrún Þuríður Geirs­dótt­ir þroskaþjálfi, Mos­fells­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir af­rek á sviði sjó­sunds

Sig­ur­borg Ing­unn Ein­ars­dótt­ir fyrr­ver­andi hjúkr­un­ar­for­stjóri og ljós­móðir, Eskif­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til heil­brigðisþjón­ustu í heima­byggð

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heil­brigðismála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 far­sótt­ina

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu heil­brigðismála og fram­lag í bar­áttu við Covid-19 farsótt­ina

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing