Þrír ungir leikarar, þeir Baldur Björn Arnarsson, Gabríel Máni Kristjánsson og Hlynur Atli Harðarson, munu leika ungan Bubba Morthens í söngleiknum Níu líf sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 13. mars nk. Níu líf er sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum. Borgarleikhúsið fékk þá til að koma í smá viðtal og nýtti tækifærið til að láta Bubba sjálfan koma þeim aðeins á óvart. Óhætt er að segja að það hafi heppnast vel.
Ólafur Egill Egilsson er höfundur söngleiksins og mun hann leikstýra sýningunni. Meðal leikara í verkinu eru þau Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson.
Listrænir stjórnendur eru Guðmundur Óskar Guðmundsson, tónlistarstjóri, Lee Proud, danshöfundur, Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur, Filippía I. Elísdóttir, búningahöfundur, Björn Bergsteinn Guðmundsson sem sér lýsingu, Gunnar Sigurbjörnsson um hljóð og Elín Sigríður Gísladóttir um leikgervi.
Sjáðu myndbandið:
Baldur Björn, Gabríel Máni og Hlynur Atli munu leika ungan Bubba Morthens í söngleiknum Níu líf. Við fengum þá til að koma í smá viðtal og nýttum tækifærið til að koma þeim aðeins á óvart. Óhætt er að segja að það hafi heppnast vel.Nú er hægt að kaupa gjafakort á söngleikinn Níu líf sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum. Frumsýning verður 13. mars á næsta ári.
Posted by Borgarleikhúsið on Thursday, November 28, 2019