Síðustu daga hafa jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesinu verið heitasta umræðuefni landans. Á Twitter lætur fólk ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Mikið hlegið þegar Stöð2 hentu fréttunum í lokaða dagskrá. En ég var nú bara rétt í þessu að horfa á KMU tala við Telmu Tomm í beinni úr þyrlu yfir Keili. Aldrei verið sáttari við áskriftina mína. pic.twitter.com/imrokhxyWN
— Andri Ólafsson (@andriolafsson) March 3, 2021
Frábær tímasetning að flytja til Keflavíkur. Algjörlega frábær. Búin að búa þar í heila 4 daga.
— Tanja (@tanjatomm) March 3, 2021
Kemur ekki stundum gosórói yfir þig @RikkiGje en svo róarðu þig bara niður og hættir við að lauma þér fram í stofu að kíkja á golfstöðina?
Gæti það ekki verið málið núna með Litla-Hrút og þetta „eldgos“ ?
Bara pæling.
Kærleikskveðja, Skyri
— Egill Einarsson (@EgillGillz) March 3, 2021
Þessar fréttir um eldgos minna mig á þegar ég höstlaði þrjár stelpur á sama ballinu úti á landi eftir að hafa skorað fjögur mörk í fótboltaleik þar fyrr um daginn. Reyndar minnir þetta mig ekkert á það en ég vildi bara koma þessu á framfæri.
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) March 3, 2021
Allt í einu virðast Íslendingar mjög meðvitaðir um undirlag húsa sinna. „Tjah, húsið mitt er byggt á klöpp blablabla“. Hvernig veit fólk þetta? Hvernig veit ég hvort ég búi ofan á traustri klöpp eða slappri leðju?
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 3, 2021
Guð reiddist út af Jesúlaðinu og ákvað koma með sitt eigið gos!
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) March 3, 2021
Þýðir þetta að við verðum með grímur út árið? Eða næstu áratugina? #eldgos
— Sigurdur Haraldsson (@sighar) March 3, 2021
Ég er ekki að djóka. Ég var AKKÚRAT að hlusta á Eldgos með Matta í Pöpunum þegar ég las fréttirnar um eldgosið. Reyndar ekkert svo mikil tilviljun þar sem ég hlusta á það lag allan daginn alla daga.
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) March 3, 2021
Það er nóg til af Kristjáns Más eldgosajökkunum í Kaupfélaginu #eldgos pic.twitter.com/bfOarm5Nhj
— Mikael M. Rivera (@mikaelrivera) March 3, 2021
Eldgos eldgos! Vonandi bara lítið og dúllulegt instagram eldgos ?✨ pic.twitter.com/dglRnJbBqd
— Nína Richter (@Kisumamma) March 3, 2021
Tilkynnist hér með að ég er hætt að finna fyrir skjálftunum, rétt í tæka tíð fyrir eldgos.
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) March 3, 2021
Ef við fáum eldgos þá hljótum við að fá nýtt þríeyki. Skipta Þórólfi út fyrir þennan kóng, sem ég veit ekki hvað heitir en köllum hann Eldgosa-Þórólf. pic.twitter.com/GKeVYMLZ1b
— Sigurgeir Jónasson (@sgeiri) March 1, 2021
Hver ætlar að kolefnisjafna þetta eldgos ef af verður? Á ég að gera það? #eldgos
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) March 3, 2021
„eldgos? sturluð snilld“ pic.twitter.com/5nhAIW7Ppc
— Tómas (@tommisteindors) March 3, 2021
Afhverju hefur enginn gosdrykkjaframleiðandi gert Eldgos?
— Þrotvaldur Ósigurbjörn Helgason (@dullurass) March 3, 2021
Fréttir í dag: Víðir biður fólk að halda sig fjarri gossvæði.
Fréttir í næstu viku: Víðir brenndist á fæti eftir að hafa kíkt stutt í kaffi á gossvæðið á sunnudeginum.#eldgos— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 3, 2021
Það sést hver eru óhrædd við jinxið.#eldgos pic.twitter.com/tN6rbcRuwx
— Haukur Homm (@haukurhomm) March 3, 2021
Djöfull verður huggulegt þegar fólk fær loksins að ferðast aftur eftir Covid og þá kemur eldgos á Íslandi og öll evrópa lokast inni nema við
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2021