Auglýsing

„Þetta er langtíma stríð“

„Ég hef stungið upp á því við stjórn­völd að settur verði á lagg­irnar sam­starfs­vett­vangur um hvernig við ætlum að hafa þetta næstu mán­uði og ár,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í samtali við Morg­un­út­varp­ið á Rás 2 í morgun.

„Núna er þetta meira en bara sótt­varna­mál. Það eru fleiri sem þurfa að koma að borð­inu og það þarf að taka til­lit til ýmissa sjón­ar­miða. Mín sjón­ar­mið eru fyrst og fremst sótt­varna­sjón­ar­mið og ég áfram halda þeim á lofti en þetta er póli­tískt mál, þetta er efna­hags­legt mál og alls konar við­horf.“

Hann bendir einnig á að mikilvægt er að rekja smitin snemma og setja fólk í ein­angrun eða sótt­kví.

„Ef að menn vilja að far­ald­ur­inn fari ekki að dreifa sér hérna út um allt. Ef okkur er nokkurn veg­inn sama um það þá getum við hættu þessu. Þá fáum við örugg­lega dreif­ingu hér inn­an­lands með til­heyr­andi álagi fyrir heil­brigð­is­kerf­ið. En það er þetta sem ég er að tala um, nú þurfa menn að ákveða sig, hvernig vilja menn hafa þetta áfram? Því við eigum eftir að fá aðra hóp­sýk­ingu eftir þessa, það eiga eftir að koma smit hérna inn, í raun hvað sem við ger­um.“

„Við þurfum að fara venj­ast þeirri hugsun að við erum ekki í ein­hverjum litlum orr­ust­um. Þetta er lang­tíma stríð,“ segir Þórólfur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing