Auglýsing

Þetta er tónlistarmyndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2024

Jóhanna Guðrún hefur gefið út tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið 2024 en lagið heitir „Töfrar” og er samið af Klöru Elíasdóttir og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sá um útsetningu og upptökustjórn.

„Það var alveg magnað að fara með þessum frábæra hópi af fólki til Eyja að taka upp myndbandið við þjóðhátíðarlagið Töfrar, svo mikill heiður að fá þetta verkefni í heild sinni og enn ríkari upplifun að taka upp myndbandið og ramma lagið inn,“ sagði Jóhanna Guðrún í samtali við Nútímann.

Handrit, leikstjórn og eftirvinnsla var öll í höndum UNDIR EINS og er leikstjórinn Birgitta Stefánsdóttir. Video Editor: Hörður Þórhallsson. Color Grading & VFX: Birgitta Stefánsdóttir. Director of photography: Hörður Þórhallsson. Assistant cameraman: Bergþór Vikar Geirsson.

„Okkur fannst mikilvægt að heiðra og gera eyjafólki hátt undir höfði. Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar, ég vildi sýna það og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,“ sagði Jóhanna Guðrún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing