Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, hefur lengi verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Þegar Sverrir var aðeins 7 ára gamall, missti hann 9 ára gamlan bróður sinn en hann drukknaði í Elliðaánum.
„Hann drukknaði á sólríkum sumardegi og er það mesta áfall sem ég hef lent í,“ segir Sveppi.
Sverrir er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi og ræðir þar bróðurmissinn, ferilinn, fjölskyldulífið og margt fleira.
Þetta kemur fram á vef Vísis