Íslenski Draumurinn eru nýjir podcast þættir sem veita hlustendum innblástur til þess að láta draumana sína rætast og gefa þeim betri innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi. Þættirnir eru gefnir út á allar helstu streymisveitur.
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, var fyrsti viðmælandinn í þættinum og fór yfir viðskiptasögur og ævintýri.
„Ég man eftir einum morgni þar sem ég keyri inn í bílastæðakjallarann í Höfðatorgi, legg bílnum, lít á klukkuna og sé að hún er kortér yfir níu. Og ég svona legg sætið aftur, ég ætla aðeins að leggja mig. Það er kalt þannig að ég er með bílinn í gangi. Svo vakna ég og þá er klukkan hálf tólf. Ég sofnaði í 3 tíma í bílnum í bílastæðakjallaranum, með bílinn í gangi sem er auðvitað ekki gott sko. En þetta voru svona dagar, já þetta var algjör geðveiki.“
Sjáðu viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.