Auglýsing

Þórdís Elva um Depp/Heard dómsmálið: „Ég er mjög hissa á niðurstöðunni“

„Ef ég þarf að horfast í augu við að hjartaknúsarinn sem ég hef alltaf litið upp til og fundist frábær leikari sé ekki endilega allur þar sem hann er séður, eða ef fyrirliðinn minn í fótbolta sem ég hélt að væri mögulega besta fyrirmyndin fyrir börnin mín, eða uppáhaldsleikstjórinn minn eða Bill Cosby eða hver sem það er sem liggur undir grun, að hann sé mögulega manneskja sem er fær um að beita ofbeldi þá er það að sjálfsögðu mjög óþægilegt“

Þetta segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi. Hún er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Í þættinum, sem er einnig fjallað um á vef Stundarinnar, ræða þær um niðurstöðuna í meiðyrðamáli stórleikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard.

Þórdís Elva segir niðurstöðurnar vera áhyggjuefni fyrir þolendur ofbeldis. „Ég er mjög hissa á niðurstöðunni, að þarna skuli kviðdómur einhvern veginn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið einhliða. Mér finnst það furðulegt þér að segja, og það veldur mér áhyggjum að manneskja geti ekki, mörgum árum síðar, sagt „ég var í ofbeldissambandi“ án þess að nafngreina nokkurn mann og án þess að tilgreina nein sérstök atvik eða staðsetja þau í tíma eða neitt slíkt, það veldur mér áhyggjum,“ segir hún.

„Segjum að þú hafir átt tíu kærasta og ákveður eftir hálft ár að segja að þú hafir verið beitt ofbeldi í sambandi. Átt þú þá von á því núna að tíu manns mega bara kæra þig því þeim finnst eins og þetta mögulega kássist þetta upp á þeirra ímynd. Þá værum við farin að sjá held ég ansi mikla og kröftuga þöggun, það yrðu áhrifin sem þetta myndi hafa og þess væri óskandi að slíkt gerist ekki.“

Þáttinn má finna í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing