Skemmtigarðar og skipuleggjendur hátíða þar sem margir koma saman hafa átt við erfiðleika að stríða vegna COVID samkomubanns. Ýmsar nýjungar hafa þó skotið upp kollinum og nú eru Hryllingsmynda-drivethrough að verða vinsæl í Japan, Bandaríkjunum og nú líka Bretlandi.
Í N-Wales er að opna „drivethrough“ þar sem þú getur keyrt í gegnum atriði úr þekktum hryllingsmyndum. Þetta er nokkurs konar braut sem þú keyrir eftir og tekur um 20 mínútur. Þú og þínir verðið inni í bílnum á meðan þið látið hræða úr ykkur líftóruna.
Þessi upplifun fær góða dóma og þykir ansi hræðileg – ekki er mælt með að börn yngri en 16 ára séu í bílunum. Um er að ræða þekktar sviðsmyndir úr kvikmyndum og þáttum sem flestir þekkja. Leikarar bregða sér í hlutverk persóna úr hryllingsmyndum og koma upp að bílnum.
Upprunalega var svona Horror-Drive-Through sett upp tímabundið í Los Angeles 2011 en vegna Covid er fólk nú orðið áhugasamara um skemmtanir þar sem fjölskyldan eða vinirnir geta forðast snertingu við annað fólk – t.d. með því að vera í bílnum.
Þetta er orðið geysivinsælt í Japan og nú eru Evrópubúar að uppgötva hvað þetta getur verið skemmtileg upplifun. Vonandi setur einhver lesandi upp svona skemmtun á Íslandi.
Hér að neðan eru myndir frá nýja garðinum í N-Wales og myndband frá upprunalega garðinum í LA.