Sycamore Tree hefur unnið sig inn í hug og hjörtu landsmanna á síðustu árum
og síðasta plata dúettsins “ Westerns Sessions “ kom út nú í janúar.
Lögin af henni klifu toppa vinsældarlista landsins á árinu 2020 eins og mörg af
þeirra fyrri verkum gafa gert á síðustu 5 árum.
„Það er sannarlega við hæfi að þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson
komi aftur í heimsókn í Sjáland. Með þeim verður Þorleifur Gaukur Davíðsson á
munnhörpu og Pedal Steel Gítar. Þau munu spila lög af fyrri verkum ásamt efni af
næstu breiðskífu þeirra sem kemur út seinna á árinu. Dúettinn hefur unnið sér stall
sem ein besta tónleikasveit landsins og kvöldstund með þeim er ósvikin gæðastund,“ segir í tilkynningu.
Þriggja rétta kvöldverður og hugljúf kvöldstund með Sycamore Tree, sem mun sjá um tónlistina á þessari notalegu kvöldstund.
Lámarks bókun 6 manns – hámark 10 / Húsið opnar 18:00 / Borðhald hefjast kl.19:00
Miðaverð 12.590 kr. (miðasala fer fram á www.tix.is) –
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður
Hægt að uppfæra og fá vínpörun 18.590 kr.
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður ásamt vínpörun
Sérréttaseðill Sjálands
RAUÐRÓFUR OG ANDALIFUR
Frönsk andalifur, rauðrófu „toffee“, reyktur Tindur og karamelíseraðar fíkjur.
NAUTA RIBEYE
Grillað nauta rib eye, bakaðir jarðskokkar, grillaður blaðlaukur
og nautagljái með reyktum beinmerg
HVÍTT SÚKKULAÐI OG DILL
Þeytt súkkulaði- og skyr mús, dill krem, dill ískrap og kristallað hvítt súkkulaði.
Hægt verður að panta vínpörun til að fullkomna upplifunina.
Miðasala: https://tix.is/is/event/11019/matur-veisla-asamt-sycamore-tree/