„Verið velkomin í Mengi helgina 10. – 12. mars,“ segir í tilkynningu frá Mengi listarými.
Þrír afar ólíkir viðburðir verða á dagskránni:
Stórsveit Benna Hemm Hemm leikur tónlist af nýrri plötu sinni í kvöld.
Falleg vídeóverk verða sýnd eftir Helga Örn Pétursson og Egil Eyjólfsson.
Á föstudagskvöld snýr Geisha Cartel aftur, en þeir hafa ekki komið fram á tónleikum í háa herrans tíð og verður öllu tjaldað til.
„Við ljúkum svo helginni á uppskeruhátíð Ung Nordisk Musik þar sem 19 listamenn hafa verið í vinnustofudvöl í Reykjavík síðustu misseri. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá framundan. Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur á Óðinsgötu!“
Brjálæðingarnir í Benna Hemm Hemm & the Melting Diamond Band gáfu út plötu hjá Mengi Records þann 10. febrúar síðastliðinn. Nú, sléttum mánuði síðar, 10. mars heldur sveitin útgáfutónleika í Mengi. Platan verður flutt í heild sinni undir mjög fallegum vídeóverkum eftir Helga Örn Pétursson og Egil Eyjólfsson.
Húsið opnar kl. 20:30 og hefjast leikar hálftíma síðar eða kl. 21:00
Miðaverð er 2.500 kr.
FÖSTUDAGINN 11. MARS KL. 20
Geisha Cartel
Geisha Cartel snýr aftur til Reykjavíkur að eilífu í annað sinn. Með þeim koma fram dj death metal & Pellegrina (dj melerito de jeré & slummi). Final boss type zero mun einnig frumflytja nokkur lög.
Húsið opnar 19:30 | Hefst kl. 20:00 | Miðaverð 2.500 kr.
LAUGARDAGINN 12. MARS KL. 21
Ung Nordisk Music Showcase
19 listamenn frá Norður- og Eystrasaltslöndunum kynna afrakstur listamannadvalar sinnar með Ung Nordisk Music, laugardagskvöldið 12. mars í Mengi. Undanfarna viku hafa listamennirnir, undir handleiðslu Anne La Berge, Gunnhildar Hauksdóttur, Jessie Marino og Tine Surel Lange búið til skissur fyrir ný listaverk sem samanstanda af vettvangsupptökum og myndböndum, tónlist í samvinnu við íslenska hljóðlistamenn, staðbundin verk í náttúrunni, breytt hljóðfæri og nýju þverfaglegu samstarfi.
UNM er árleg hátíð sem kynnir yngstu kynslóð norrænna tónskálda og hljóðlistamanna. Næsta hátíð verður haldin í Reykjavík dagana 15. – 21. ágúst 2022.
Viðburðunum er skipt í fernt og verða haldnir á ýmsum stöðum:
Laugardaginn 12. mars:
14:30: Sýning #1: Tóma-rýmið, Skeljanesi 21
16:00 Sýning #2: Pósthúsið, Skeljanesi 21
21:00 Sýning #3: Mengi, Óðinsgötu 2
Sunnudagur 13. mars:
16:00 Sýning #4: LHÍ (Dynjandi), Skipholti 31
Þátttakendur eru: Agita Reke, Anders Hannevold, Anton Lindström, Eetu Palomäki, Frederik Heidemann, Hermod Ringset Bentsen, Jakob Thonander Glans, Katarzyna Maria Wieczorek, Keya Hedlin, Khetsin Chuchan, Kristján Steinn Kristjánsson, Marija Rasa Kudabaitė, Nanna Lysdaulaia, Neli Pants, Olli Ketonen, Ondiso Madete, Rosanna Gunnarsson, Sille Kima og Yelena Arakelow. Flytjendur: Andrés Þór Þorvarðsson, Ana Luisa Diaz de Cossio Sanchez, Breki Sigurðarson, Gunnlaugur Bjarnason, Sara Di Costanzo, Soffía Jónsdóttir, Svava Freysdóttir, og Yrja Orsolya Szabó.
Húsið opnar kl. 20:30 | Hefst kl. 21:00 | Aðgangur ókeypis