Heppnin elti miðaeigendur Happdrættis Háskólans á röndum í októberútdrættinum sem fram fór í gærkvöldi. Þrír miðaeigendur fengu hæsta vinning í Aðalútdrætti eða 5 milljónir hver. Sjö miðaeigendur fengu eina milljón króna hver í sinn hlut og ellefu fengu hálfa milljón króna.
Í heildina skipta 3.347 vinningshafar með sér tæpum 116 milljónum króna. Fjórfaldi potturinn í Milljónaveltunni gekk ekki út og verða því 50 milljónir í pottinum í útdrættinum í nóvember.
„Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína, segir í tilkynningu.“