Auglýsing

Þrír íslenskir karlmenn í haldi dönsku lögreglunnar

Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglunnar á Suður-Jótlandi, grunaðir um líkamsárás og þjófnað. Þessu er greint frá á vef RÚV

Mennirnir eru sagðir hafa látið högg og spörk dynja á öldruðum strætisvagnsstjóra eftir að hann bað þá um að setja upp grímu.

„Hann hafði beðið þá um að vera með grímu og að þeir þyrftu að borga fyrir farið,“ hefur fréttamiðillinn Jydske Vestkysten eftir lögreglunni.

Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og einn er um sextugt. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa framið þjófnað í versluninni Dagli’Brugsen þennan sama dag. Samkvæmt dönskum fréttamiðlum eru mennirnir þrír ekki með fasta búsetu í Danmörku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing