Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi í EuroJackpot og hlýtur hver þeirra rúmlega 54,8 milljónir króna, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Danmörku, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Þýskalandi. Það voru einnig fimm sem skiptu með sér 3ja vinningi og fær hver þeirra 19,3 milljónir í sinn hlut.
Þeir miðar voru keyptir í þessum löndum; Danmörku, Slóveníu, Finnlandi og tveir í Þýskalandi. Hins vegar gekk 1. vinningur ekki út og flyst upphæð hans sem nam tæpum 2 milljörðum króna yfir til næstu viku.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en þrír miðaeigendur voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall, tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is