Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2020.
Verðlaunin hlutu:
Í flokki fagurbókmennta:
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur (Benedikt bókaútgáfa)
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur (Mál og menning)
Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan)
Þetta í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjötta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu.