Á föstudagskvöldum er þátturinn Í kvöld er gigg sýndur á Stöð2.
Í hverjum þætti syngur Ingó sig í gegnum tónlistarsögu landsins ásamt gestum þáttarins. Gestir síðasta þáttar voru tónlistarfólkið Pétur Örn, María Ólafs, Alma Rut og Kristján Gísla, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa keppt fyrir Íslands hönd í Eurovison.
Hér fyrir neðan má sjá Pétur Örn og Maríu Ólafs taka Eurovison smell Sylvíu Nóttar, Til hamingju Ísland, með aðstoð Ölmu og Kristjáns.