Auglýsing

Til sjávar og sveita – Tíu fyrirtæki valin

Viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita fer fram í annað sinn nú í haust og bárust í ár yfir sjötíu umsóknir. Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku.

„Markmiðið er hvetja til aukinnar nýsköpunar í þessum grunnatvinnugreinum þjóðarinnar og aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja með því að veita þeim faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins

Eftirfarandi tíu fyrirtæki voru valin til þátttöku:

Vegangerðin – Framleiðir matvöru, sem inniheldur engar dýraafurðir, úr hráefni í nærumhverfi til að halda niður kolefnisspori hennar

Ovis Cosmetics – Framleiðir keratín úr hornum og klaufum sauðfjár og nýtir við framleiðslu snyrtivara

Broddur – Heilsuskot úr broddmjólk mjólkurkúa

Nielsen Restaurant – Framleiðir salatolíur úr vannýttum íslenskum villtum jurtum

HorseDay – Stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum

Eylíf – Heilsuvörulína sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum og framleidd á Íslandi með sjálfbærum hætti

Jöklavín – Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum.

Sauðagull – Vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk

Sælkerar ehf – Rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógrænmeti ásamt því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun

Marea – Íslenskt lífplast – Notar sjávarþang sem fæst á Íslandi sem grunnefni í framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts.

„Mikið hefur verið fjallað um matvælaöryggi í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Verkefnið er til þess fallið að efla verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu, enda snýr stór hluti þeirra verkefna sem valin hafa verið að framleiðslu og vinnslu matvæla. Fjölmargar afurðir þeirra sem tóku þátt í hraðlinum í fyrra eru nú þegar fáanlegar í helstu matvöruverslunum hér heima og sumar erlendis,” er haft eftir Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups.

Meira má lesa um verkefnið hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing