Auglýsing

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2020

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2020. Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum í Háskólabíói laugardaginn 8. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 15. febrúar. Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa fjögur lög til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar og verður sigurlagið framlag Íslands til Eurovision.

Fyrri undanúrslit í Háskólabíói – 8. febrúar

Ævintýri

Flytjandi: Kid Isak

Lag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson

Texti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli Haraldsson

Augun þín

Flytjandi: Brynja Mary

Lag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse Qvist

Texti: Kristján Hreinsson

Almyrkvi

Flytjandi: DIMMA

Lag: DIMMA

Texti: Ingó Geirdal

Elta þig

Flytjandi: Elísabet

Lag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth Erwin

Texti: Daði Freyr

Klukkan tifar

Flytjendur: Ísold og Helga

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Texti: Stefán Hilmarsson

Seinni undanúrslit í Háskólabíói – 15. febrúar

Gagnamagnið

Flytjendur: Daði og Gagnamagnið

Lag: Daði Freyr

Texti: Daði Freyr

Fellibylur

Flytjandi: Hildur Vala

Lag: Hildur Vala og Jón Ólafsson

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Oculis Videre

Flytjandi: Iva

Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Dreyma

Flytjandi: Matti Matt

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Texti: Matthías Matthíason

Ekkó

Flytjandi: Nína

Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez

Texti: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson

Í þættinum Kynningarþáttur Söngvakeppninnar sem sýndur verður á RÚV í kvöld verður fjallað um höfunda og flytjendur og spiluð brot úr lögunum. Eftir þáttinn verður svo hægt að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur og höfunda á www.songvakeppnin.is. Tónlistin með lögunum úr keppninni verður líka aðgengileg á Spotify kl. 20.00 í kvöld.

Þetta kom fram á vef Rúv

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing